12.6.2008 | 21:41
Komnar með búð í Linz
Þá er MYR design að fara að opna vinnustofu búð sem verður mikið spennandi verkefni. Þar ætlum við að bjóða upp á ýmiskonar list, bæði íslenska og austurríska. Við fengum húsnæði á besta stað í bænum en það er að segja í miðjum gamla bænum í Linz og með stórum sýningarglugga.
Stefnan er að hafa þarna mjög svona heimilslegt en samt faglegt andrúmsloft sem býður fólk velkomið, við komum til með að opna þarna 1 júli en við fáum afhent á morgun eða laugardag svo endilega ef það eru einhverjir þarna á Íslandi sem eru að gera spennandi hluti sem þeim langar að koma á framfæri þá er núna tækifærið. Okkur hlakkar mikið til að setja þetta upp
Kveðja héðan frá Linz, Helga
Endilega fyrir þá sem kíkja á þetta kíkið á síðuna hennar Lindu og Rakelar þær eru systur mínar og eru að gera mjög spennandi hluti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.