MYR - Hausmynd

MYR

Nýjar vörur bætast í litlu sætu listamannsjoppuna okkar daglega

Það er heiður fyrir mig að kynna hana Grétu sem er fyrsti gestalistamaðurin sem kemur og vinnur með okkur og hlakkar okkur mikið til að fá að vera með henni í viku.  Hún kemur þann 8. Júlí og verður til 16. júlí.  Hún heitir fullu nafni Margrét Birna Valdimarsdóttir og er ekki hægt að segja annað en að hún er fjöllistakona mikil.

Gréta býr yfir ýmsum skemmtilegum hæfileikum og verður spennandi að sjá hvað verður, síðan er gaman frá því að segja eins og þið hafið kanski séð á myndunum þa hefur bæst í hópinn hjá okkur frábær fatahönnuður sem er að gera virkilega skemmtilega hluti, en hún er að hanna skemmtilegar útgáfur af Austuríska alpabúningnum en það má kanski fylgja sögunni að hver kjóll kostar frá þúsund evrum.

Endilega kíkið á nýustu myndirnar, þar er einnig nýjasta veskið mitt sem er svolítið öðruvísi en hin en það er úr svötu leðri og svörtu fiskiroði með slaufum.

Kveðja héðan frá Austría, Helga Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband