MYR - Hausmynd

MYR

Alltaf eithvað nýtt

Af okkur hér í Linz er það helst að frétta að ég var í viku fríi á Íslandi og notaði tækifærið og heimsótti alveg frábæra konu í Leður og List og verð ég að segja að þar er eins sú besta þjónusta sem ég hef komist í kynni við og á ég án efa eftir að gera mér miklu fleiri ferðir þangað , en fyrir mig að koma þangað inn var eins og að koma í ævintýraland svo ég verslaði mér einhvað af efnivið í veskin mín og munuð þið fljótlega sjá afraksturinn af því en það er beðið etir þeim veskjum :)

Síðan verslaði ég líka helling af lopa svo þa verður meira en nóg að gera hjá mér næstu vikur, ég setti inn eithvað af myndum og kem til með að setja inn fleiri myndir á morgun en að nýjasta hjá mér núna eru grifflur og hálsklútar sem ég prjóna úr einbandi og skreyti eins og skart frekar spennandi verkefni það :)

Kveðja að sinni Helga Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband