21.10.2008 | 19:56
Ny bakað i Einfach
Já það er nu þannig að hja okkur i Einfach er alltaf eithvað spennandi að gerast og er þá helst frá þvi að segja að okkur barst þvílíkt flott gjöf i pakka fra Íslandi :D Litla systir sendi okkur myndir eftir sig og má segja að það sé vægt til orða tekið að við seum montnar að hengja þetta upp :D við erum svo svakalega hreyknar af litlu systir að það er ekki til orð um það :D
En allaveg þa er helling nýtt líka sem við erum búnar að vera að gera Linda hefur verið að gera alveg einstaklega fallegar dagbækur og svo já for hun að prjóna :D hun hefur hannað og prjonað þvílíkt flottar húfur sem eru nú til sölu hja okkur. Ég er buin að vera að prjóna svona sitt lítið af hverju og hanna og teikna það sem kemur til með að vera a tiskusyningunni i Vin en eg geri rað fyrir að það komi nú ekki myndir af þvi hér fyrr en kannski eftir þá sýningu :D svo það verður spennandi, einnig er gaman að segja fra þvi að hja okkur verður skemmtilegt jólapartý eða jólabyrjunarpartý þann 6 nóvember, þar sem við komum til með að sýna jóladótið okkar :D síðan verðum við með aðra tiskusyningu í schlosscafe í byrjun desember og svo er verið að skoða enn eina sýninguna sem verður þá á skautasvelli í samstarfi við útvarpstöðina hér, liferadio.
Svo helling spennandi að gerast hjá okkur hér :D við ákváðum núna i október að bjóða uppá bakkelsi þar sem það hefur mikið borið á því að folk er að koma og votta okkur samúð sína á efnahgsastandinu i heimalandinu, svo það hefur bara verið gaman að bjóða uppá nýbakaðar kökur og brauð, sérstaklega þar sem ég er að drukkna úr hnetum og eplum sem vaxa her i garðinum hjá mér og var það þvi mjög heppilegt að koma þvi svona út :D:D
Kveðja Helga Björg
Athugasemdir
Þið systur eruð frábærar, og gott að fá fréttir af ykkur.
kv Ásrún frænka
p.s fer hér inn á hverjum degi í von um fréttir, ég kann ekkert á msn og einhverja book
Ásrún frænka (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:52
Vá, hvað er mikið stuð hjá ykkur, bakkelsi, sýningar og skemmtilegt. Við bara verðum að koma yfir og kíkja á ykkur, við erum mjög áhugasöm um búðina og það sem þið eru að gera.
Sjáumst einhverntíma,
Halli og fjölsk. Salzburg
Halli Salzburg (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:45
Já endilega kíkið það er bara gaman :D ég var í útvarpsviðtali í dag í Radio ober österreich :D á íslensku þar sem þýskan mín er ekkert svkalega sleip enþá og Linda systir var í fríi það verður sent út á morgun eithvað um 10:45 endilega hlustaðu eftir því er nú soltið spennt að vita hvernig svona vitleisa kemur út :D:D:D svo er stefnan að hafa bráðum jólglögg í búðinni læt ykkur vita ef ykkur langar að kíkja :D Kveðja Helga Björg
MYR, 28.10.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.