10.6.2009 | 20:07
Loksins eithvað af okkur að frétta
Þá er loksins eithvað a fokkur að frétta, það helsta er nú að ég er búin að vera á Íslandi og haft nóg að gera, næst verðum við í Vínarborg og fyrir þá sem eru þar eða í nágrenni þá verðum við Linda með svona konukvöld og smá kynningu á því sem við höfum verið að gera ásamt því að bjóða konum upp á léttar veitingar. Við komum til með að vera í Room service sem er í 2 hverfi , Rotensterngasse 20 :D og hlakkar okkur mikið til koma og eyða kvöldinu með skemmtilegum konum ;)
Síðan verðum við með konukvöld í Salzburg í lok júní, það er ekki alveg komin föst dagsetning á það ennþá en stefnan er tekin á lok júní. Þá er planið að geta farið á tónleika hjá hljómsveitinni íslensku sem er í heimsókn og heitir Ground floor og er í miklu uppáhaldi hjá okkur þessa dagana, svo það verður gaman að geta blandað þessu saman :D
Þá komum við til með að standa fyrir kvennahlaupi ÍSÍ hér í Austurríki þann 20 júní, svo það er alltaf eitthvað spennandi að gerast hjá okkur , ég er búin að era að prjóna núna á tilvonandi barnabarnið mitt og set inn myndir af því bara svona til skemmtunar ;)
Takk fyrir okkur Helga Björg
Athugasemdir
Hæhæ
Inga Lára heiti ég og sá arbandið þitt hjá Elsu og Sonju tengdadóttur hennar. Þau eru alveg rosalega flott og mig langar alveg rosalega í eitt armband:) Get ég keypt þau á íslandi? Var reyndar búin að spurja Sigrúnu dóttur þína aðeins um þetta og hún sagði mér frá síðunni þinni;)
Kær kveðja
Inga Lára (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 14:32
TAkk fyrir það og gaman að heira
best væri ef þú sendir mér póst á helgabst@simnet.is og kanski gefið mér heimilisfang og þá get ég komið þessu til þín með pósti endilega sendu mér póst ég þarf að senda nokkur hálsmen og armbönd sennilega í næstu viku kveðja Helga Björg
MYR, 12.6.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.