17.7.2008 | 22:44
Pflasterspektakel
Um helgina höfum við samið við vinsælasta veitingahúsið í Linz um að vera proseccobar fyrir framan búðina hjá okkur þar sem hin stóra Pflasterspektakel hátið er um helgina og stærstu skemmtiatriðin fara fram nánast við hurðina hjá okkur svo það er ekki amarlegt. Ég set inn eithvað af myndum af þessu en þetta er að koma bara mjög vel út, síðan er ég núna að gera spangir sem ég er bara þá nokkuð ánægð með og þykja bara nokkuð góðar þar sem ég nota svolítið fiskiroð í þær.
Þær eru vinsælar hér en fiskiroði þykir fólki hér alveg forvitnilegt og er mjög áhugasamt um þær vörur sem gerðar eru úr því
Kveðja, Helga Björg, endilega kíkið á myndirnar
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 07:08
Gréta kom sá og sigraði
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 04:52
Gréta komin
Gréta er kominog byrjuð að vinna og strax byrjuð á fullu að hanna og sauma ,og má segja að það hafi mikið verið að gerast í gær þá voru hannaðar ermar sem sem hægt er að fara úr og breyta í topp , annars er mikill undirbúningur í gangi fyrir opnunarpartýið sem verður hjá okkur á morgun föstudaginn 11 júlí og hlakkar okkur mikið til , endilega fylgist með og skoðið myndirnar sem ég setti inn það er margt skemmtilegt og sniðugt í gangi að gerast hjá okkur Kveðja héðan Helga Björg
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2008 | 19:37
Margrét Birna Valdimarsdótttir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 22:19
Einfach
Við erum komnar með nafn á litlu búlluna okkar en hún heitir EINFACH , og fyrir þá Íslendingasemverða í nágreninu þá verðum við með smá opnunargleði föstudaginn 11 Júlí og er alltaf gaman að sjá landa , við erum staðsettar á Tummelplads 4 4020 Linz , einig langar mig að benda fóki á að við erum með póstsendigarjónustu endilega hafið samband á póstfangið mitt helgabst@simnet.is ef þið hafið áhuga Kveðja Helga
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 18:45
Nýjar vörur bætast í litlu sætu listamannsjoppuna okkar daglega
Það er heiður fyrir mig að kynna hana Grétu sem er fyrsti gestalistamaðurin sem kemur og vinnur með okkur og hlakkar okkur mikið til að fá að vera með henni í viku. Hún kemur þann 8. Júlí og verður til 16. júlí. Hún heitir fullu nafni Margrét Birna Valdimarsdóttir og er ekki hægt að segja annað en að hún er fjöllistakona mikil.
Gréta býr yfir ýmsum skemmtilegum hæfileikum og verður spennandi að sjá hvað verður, síðan er gaman frá því að segja eins og þið hafið kanski séð á myndunum þa hefur bæst í hópinn hjá okkur frábær fatahönnuður sem er að gera virkilega skemmtilega hluti, en hún er að hanna skemmtilegar útgáfur af Austuríska alpabúningnum en það má kanski fylgja sögunni að hver kjóll kostar frá þúsund evrum.
Endilega kíkið á nýustu myndirnar, þar er einnig nýjasta veskið mitt sem er svolítið öðruvísi en hin en það er úr svötu leðri og svörtu fiskiroði með slaufum.
Kveðja héðan frá Austría, Helga Björg
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 19:44
Veski að bætast í úrvalið hjá okkur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 21:41
Komnar með búð í Linz
Þá er MYR design að fara að opna vinnustofu búð sem verður mikið spennandi verkefni. Þar ætlum við að bjóða upp á ýmiskonar list, bæði íslenska og austurríska. Við fengum húsnæði á besta stað í bænum en það er að segja í miðjum gamla bænum í Linz og með stórum sýningarglugga.
Stefnan er að hafa þarna mjög svona heimilslegt en samt faglegt andrúmsloft sem býður fólk velkomið, við komum til með að opna þarna 1 júli en við fáum afhent á morgun eða laugardag svo endilega ef það eru einhverjir þarna á Íslandi sem eru að gera spennandi hluti sem þeim langar að koma á framfæri þá er núna tækifærið. Okkur hlakkar mikið til að setja þetta upp
Kveðja héðan frá Linz, Helga
Endilega fyrir þá sem kíkja á þetta kíkið á síðuna hennar Lindu og Rakelar þær eru systur mínar og eru að gera mjög spennandi hluti
Lífstíll | Breytt 16.6.2008 kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 16:17
Þakka kærlega fyrir frábærar móttökur
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 12:02
Nýtt komið endilega skoðið hvað er í boði
Lífstíll | Breytt 10.6.2008 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)