MYR - Hausmynd

MYR

Nýjar myndir

Það bættist aldeilis í myndaúrvalið hjá okkur í dag mikið af mjög flottum myndum ,endilega skoðið það sem er í boði einnig er að bætastí kjólaúrvalið , en annars er mikið að gera hjá okkur í ýmiskonar undirbúningsvinnu fyrir úppákomur sem koma til með að verða í vetur og kem ég til með að leifa ykkur að filgjast vel með þeirri vinnu Kveðja Helga Björg

Buxur

Í dag bættust buxur í úrvalið hjá okkur og er hægt að skoða myndir af þeim hér á síðunni anrs var rólegheitadagur í Einfach í en þó kou nokkrir góðir gestir og heilsuðu upp á okkur endilega kíkið líka á nýju myndirnar hennar Lindu þær eru alveg frábærar og fyrir þá sem hafa áhuga þá er hún að senda myndir til Íslands í komandi viku svo endilega hafið samband kveðja Helga Björg

Þökkum Rúnu Hans fyrir virkilega góða viku

Þá er Rúna flogin á brott eftir skemmtilega og viðburðaríka viku , okkur systrum langar að þakka henni sértaklega fyrir komuna og vonumst til að hún hafi haft gott og gaman af allavega takk fyrir samveruna Rúna þa má segja að Rúna hafi haft meira en nóg fyrir stafni þrátt fyrir að gatan hjá okkur var lokuð akkurat á meðan hún kom en það stoppaði hana nú ekki :) Kveðja að sinni Helga Björg

Myndlistasýning í Einfach í dag

Í dag verður haldin myndlistasýning á myndum Rúnu Hans í Einfach, þar verða á boðstólnum veitingar á meðan fólk getur skoðað hina ýmsu hluti sem við höfum verið að gera síðastliðnar vikur , þá helst á myndum Rúnu Hans sem hefur verið gestur hjá okkur síðastliðna viku

Kveðja Helga Björg


Rólegt en gestkvæmt í dag

Í dag var rólegheita dagur í búðinni en þó stoppuðu nú við nokkrir gestir.  Í vinnslu er nú frábært veski og Rúna heldur áfram að mála , hún hefur verið að mála vatnslitamyndir sem eru mjög skemmtilegar, þannig að þetta er allt að koma og alltaf að bætast nýjar vörur í búðina, svo kveðja að sinni Helga Björg


Íslendingar staddir í austurríki

Mig langar að minnast á það við þá Íslendinga sem staddir eru í Austurríki í sumar að endilega kíkja við hjá okkur er alltaf heitt á könnunni (Nespresso) ;) og kalt Prosecco í Ískápum endilega kíkið við og heilsið upp á okkur

Dagur 2 með Rúnu

Dagurinn í dag var bara virkilega notalegur það var rigning úti svo það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið af fólki á ferðinni hér á fólk það til að flyja inn í rigningu .en Rúna vann eins og vitlaus manneskja í allan dag og málaði nokkrar vatnslitamyndir sem eru mjög fallegar :) og við erum hreiknar búnar að stilla út í gluggan hjá okkur , ég hélt áfram að prjóna kragann sem ég er að útfæra á mjög sérstakann hátt og vona að komi vel út , eða ég veit hann á eftir að verða flottur :) og hlakkar mig til að leyfa ykkur að sjá veðrið fer vonandi að skána þó það sé bara notalegt fyrir mig að fá svona smá rigningu þá er kanski ekki eins næs fyrir Rúnu að vera hér í grenjandi rigningu :) kveðja að sinni Helga Björg

Rúna Hans Mætt

Rúna Hans kom í dag og erum vð virkilega montnar að bera fram hennar myndir.  Hún kemur til með að vera hjá okkur í viku og vinna og erum við spenntar að sjá og fylgjast með þvi.  Annað sem er á döfinni er að P'aa, eitt vinsælasta lifræna veitingahúsið hér í Linz hefur óskað eftir að við verðum þeim innan handar að  vinna að því að vera með íslenska daga þar þá sennilega í febrúar og langar þeim þá að vera með íslenska kokka, list og tónlist.

Það verður einnig spennandi verkefni sem bætist á listann hjá okkur, endilega skoðið myndirnar sem ég setti inn af Rúnu og myndunum hennar og einnig eithvað af Lindu en við erum búnar að breyta svolítið búðinni, svo endilega kíkið.

Kveðja frá Austría Helga Björg


Sýning á Íslenskri og Austurískri Hönnun

Mig langar til að koma á framfæi að ef það eru einhverjir þarna úti sem hafa áhuga á því að nýta sér tækifærið og taka þátt í þessari tískusýningu með okkur í nóvember þá endilega hafið samband við mig í netfangið helgabst@simnet.is

Þetta verður skemmtilegt verkefni og bara gaman að fá að taka þátt, kveðja Helga Björg


Hundaklútar

Já það má segja að eithvað nýtt og spennandi bætist við hjá okkur á hverjum degi og núna eru það hundaklútar, sætir hálsklútar sem passa á alla hunda.  Eitthvað stundum sætt og stundum cool sem hægt er nota fyrir alla hunda, er búin að setja inn myndir af þeim svo endilega kíkið á þær

Síðan á morgun kemur til okkar spennandi listamaður sem heitir Rúna Hans og kemur til með að vinna hjá okkur næstu viku það verður gaman og spennandi að fylgjast með því.

Það sem er svo stærst á dagskrá hjá okkur framundan er tískusýning í samstarfi við nokkra aðila í Room Service í Vin og verður spennandi að fygjast með þróun mála þar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband