MYR - Hausmynd

MYR

Smá fréttir af okkur hér í Einfach

Hér í Linz er enþá fallegt haust og gott veður svo það er enþá hægt að sitja úti á daginn þó svo maður sé nú ekki kanski á stuttbuxum , mig langar hins vegar að benda þeim Íslendinum sem búa hér í Austuríki að endilega kíkja á okkur hingað og ekki síður vegna þessa að okkur barst nýlega sending með myndum eftir littlu systir , sem málar náttúrulega bara hreint út sagt frábærar myndir :) og endilega komiog kíkið þar sem við erum aðeins með 4 myndir og á ég ekki von á að þær verði lengi til , svo eru það nátúrega myndirnar eftir hana Lindu sem eru ekki síður frábærar endilega ef ykkur langar að kíkja sendið okkur mail svo við getum tekið vel á móti ykkur við bjóðum uppá kaffi og kökur stundum brauð á daginn , og svo erum við nú með prosecco alltaf í ískápnúm ef einhver hefur áhuga á því þá hefur það nú verið vinsælt líka :D ég hef soltið verið að prjóna úr íslenska lopanum svona bara ýmislegt og er best að sjá það bara á myndonum , svo endilega skellið ykkur hingað fyrir jólin og aldrey að vita nema þið finnið rettu jólagjöfina hjá okkur alltaf gaman að gefa fallegar myndir í jólagjöf Kveðja Frá LinZ Helga Björg

Ny bakað i Einfach

Já það er nu þannig að hja okkur i Einfach er alltaf eithvað spennandi að gerast og er þá helst frá þvi að segja að okkur barst þvílíkt flott gjöf i pakka fra Íslandi :D Litla systir sendi okkur myndir eftir sig og má segja að það sé vægt til orða tekið að við seum montnar að hengja þetta upp :D við erum svo svakalega hreyknar af litlu systir að það er ekki til orð um það :D

En allaveg þa er helling nýtt líka sem við erum búnar að vera að gera Linda hefur verið að gera alveg einstaklega fallegar dagbækur og svo já for hun að prjóna :D hun hefur hannað og prjonað þvílíkt flottar húfur sem eru nú til sölu hja okkur.  Ég er buin að vera að prjóna svona sitt lítið af hverju og hanna og teikna það sem kemur til með að vera a tiskusyningunni i Vin en eg geri rað fyrir að það komi nú ekki myndir af þvi hér fyrr en kannski eftir þá sýningu :D svo það verður spennandi, einnig er gaman að segja fra þvi að hja okkur verður skemmtilegt jólapartý eða jólabyrjunarpartý þann 6 nóvember, þar sem við komum til með að sýna jóladótið okkar :D síðan verðum við með aðra tiskusyningu í schlosscafe í byrjun desember og svo er verið að skoða enn eina sýninguna sem verður þá á skautasvelli í samstarfi við útvarpstöðina hér, liferadio.

Svo helling spennandi að gerast hjá okkur hér :D við ákváðum núna i október að bjóða uppá bakkelsi þar sem það hefur mikið borið á því að folk er að koma og votta okkur samúð sína á efnahgsastandinu i heimalandinu, svo það hefur bara verið gaman að bjóða uppá nýbakaðar kökur og brauð, sérstaklega þar sem ég er að drukkna úr hnetum og eplum sem vaxa her i garðinum hjá mér og var það þvi mjög heppilegt að koma þvi svona út :D:D

Kveðja Helga Björg


Ævintýri

Það er helst að okkur hér í EInfach að frétta að ég þyrfti að hafa allavega 6 hendur þessa dagana en þetta er bara eins og í ævintyri það er svo gaman hjá mér að vinna úr því efni sem ég fékk í Íslandsferðini og ég held að það leyni sér ekkert a myndonum hvað það er gaman hjá mér að vinna úr þessu , í gær gerþi ég nýtt veski og var alveg himinlifandi með það annars er ég búin að vera að prjóna úr lopanum og setti inn líka myndir af því endilega setjið in einhver comment hvað ykkur finst um að sem ég er að gera Kveðja Helga Björg


Alltaf eithvað nýtt

Af okkur hér í Linz er það helst að frétta að ég var í viku fríi á Íslandi og notaði tækifærið og heimsótti alveg frábæra konu í Leður og List og verð ég að segja að þar er eins sú besta þjónusta sem ég hef komist í kynni við og á ég án efa eftir að gera mér miklu fleiri ferðir þangað , en fyrir mig að koma þangað inn var eins og að koma í ævintýraland svo ég verslaði mér einhvað af efnivið í veskin mín og munuð þið fljótlega sjá afraksturinn af því en það er beðið etir þeim veskjum :)

Síðan verslaði ég líka helling af lopa svo þa verður meira en nóg að gera hjá mér næstu vikur, ég setti inn eithvað af myndum og kem til með að setja inn fleiri myndir á morgun en að nýjasta hjá mér núna eru grifflur og hálsklútar sem ég prjóna úr einbandi og skreyti eins og skart frekar spennandi verkefni það :)

Kveðja að sinni Helga Björg


Vínkynning og fleira ad gerast í linz um helgina

Á morgun byrjar vin kynninginn í gamla bænum hér í linz og þar sem vid "atilier einfach" erum nú staddar i gamla bænum erum vid ad taka þátt í því og ekki bara þad ,heldur er einnig ARS festivalid ad byrja og eru tölvulista-fræðingar-spekulantar o.s.fr. allstaðar ad úr heiminum mættir til linz..,, og ekki nóg med þad heldur er "klagnwolke" nidur á Dóná á laugardaginn og mæta þar ca. 100.000 manns þannig ad þad verdur nóg ad gera í linz um helgina .... allir íslendingar sem búa hér í austurríki, endilega skellidi ykkur hingad til okkar... vid erum á Tummelplatz 4, nidur í gamlabæ

Á leiðinni til Íslands

Þá fer að styttast í Íslandsferðina mína ;) sem verður í næstu viku ,svo ég hef verið að sauma sá lager svo eithvað verði nú til í litlu listabúllunni okkar hér í Linz í dag saumaði ég vínrauðan bol og svarta og gráa peysu ég er búin að setja inn myndir af þessu svo hægt er að skoða það eftir dagsetningu eithvað var kvartað undan að það væri komið svo mikið af myndum að erfitt væri að finna það sem væri nytt svo ég vona að þetta fyrirkomulag henti betur :) Kveðja að sinni Helga Björg

Haustið að koma hjá okkur í Einfach

Jæ ja þá er haustið að sekella á hjá okkur í Einfach með öllu tilheirandi , það byrjar næstu helgi þar sem mikil vín kynning verður í gamla bænum og verða öll veitingahúsin í gamla bænum með kynningar á nýju vínonum , hjá okkur er svo komið þó nokkuð úrval af nýjum vörum og set ég inn mydir af þeim þá er það aðalega veski en þó nokkuð hefur bæst í þau upp á síðkastið en mestur tími hjá mér fer í að sauma upp í pantanir sem hafa verið að streima inn upp á síðakastið en endilega kíkið á það sem er í boði takk fyrir Helga Björg

Íslenski búningurinn poppaður upp

Óska hér með eftir skoðunum ykkar ,þannig er mál með vexti að hér hjá okkur í Einfach hefur verið hönnuður að hanna Austuríska búninginn svona soltið poppaðan , og hefur það fallið vel í landann hér í Austuríki og má segja að þeir kjólar sem hún hafi hannað stoppa stutt í búðinni hjá okkur núna hefur hún verið að ýja að því við mig að við gerðum eithvað álíka við íslenskan búning það er að segja peysufötin , eða alla vega þau. Endilega vinsamlegast leggiði til málana , annars er allt gott að frétta hér hjá okkur veskin og hálsmenin renna út eins og heitar lummur en ég verð að viðurkenna að þar sem ég hanna og sauma þetta allt sjálf er soltið eins og það sé verið að rífa úr mér hjártað þegar þetta selst :) en það er víst tilgangurinn með þessu öllu svo endilega leggiði til málanna með búninginn það er allt komið á fullt í vinnslu með þetta svo endilega komiði með comment Takk kærlega  kveðja Helga Björg

Ný veski ,buxur og myndir

Jæ ja loksins gefst tími til að setja inn smá fréttir af okkur hér i Linz , það helsta er að það hefur heldur betur bæst í veskin hjá okkur og einnig meira úrval af myndum ,haustið er svona að fara að skella á með öllum þeim uppákomum sem því fylgja , einnig langar mig að segja fra því að í gær kom til okkar blaðamaður sem ætlar að skrifa grein um búðina okkar í tískutímarit hér :) sem er bara gaman , síðan eitt sem mig langar að segja frá að í dag kom til okkar stelpa héðan frá Linz sem talaði reip rennandi Íslensku það var soltið gaman af því hún hafði verið au pair á Íslandi í eitt ár og talaði bara lítalausa Íslensku :) það var bara gaman af því hún ætlar svo að fá að koma til okkar reglulega og æfa sig í Íslensku :) annars endilega kíkið á myndirnar ég er bara nokkuð montin með það sem við höfum fram að færa þessa dagana kveðja frá Linz Helga Björg

Komnar nýjar buxur , kjólar og Myndir

Í dag bættist í vöruúlvalið hjá okkur ,buxur og kjólar sem eru úr prjónaefni með leðri , einnig voru að bætast við þó nokkuð af myndum eftir hana systir mína sem eru án efa hverri flottari :) og ekki má nú gleyma nyja skiltinu okkar sem hún Linda gerði

en ég er búin að setja inn myndir af þessu öllu svo endilega kíkið á Kveðja Helga Björg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband